Ég vil benda viðskiptavinum á að skipulagning skiptir megin máli þegar kemur að flutningum, hvort sem um er að ræða fyrirtæki eða einstaklinga ( búslóðir ). Ef flutningar eiga að ganga greiðlega fyrir sig er nauðsynlegt að allir kassar séu lokaðir, þannig að hægt sé að stafla þeim, og minni hlutir t.d. hillur úr skápum, garðverkfæri og aðrir smærri hlutir séu límdir saman í stærri einingar. Aðstoð frá vinum og kunningjum er ómetanlegt afl að okkar mati, það má t.d. stytta flutningstíma um helming ef fjórir aðilar fást í stað tveggja, það er nefnilega sagt " Að margar hendur vinna létt verk " ef vinirnir virðast eitthvað tregir til má svo alltaf nefna kassann góða í kæliskápnum að verki loknu. ( en allt er gott í hofi )